Líf nútímamannsins snýst um upplýsingar. Því hefur verið fleygt að í einu dagblaði séu meiri upplýsingar en 19. aldar maðurinn fékk á allri lífsleiðinni. Daglega berast okkur fregnir af ástandi heimsmálanna, niðurstöður nýrra rannsókna og ýmsar fréttir af fólki og fyrirbærum. Vinir og ættingjar segja okkur frá reynslu sinni og svo drögum við eigin ályktanir út frá upplifunum, þekkingu og reynslu.
Það er ekki til neinn einn algildur sannleikur, regla sem á við um alla jarðarbúa. Það sem var álitið satt og rétt í gær getur verið orðið úrelt á morgun. Við fáum misvísandi upplýsingar nánast daglega og að lokum hættir fólk að taka þær til sín eða breyta eftir þeim. Þetta kemur ef til vill einna skýrast fram þegar kemur að mataræði fólks. Yfir okkur rignir fréttum og upplýsingum um hollustu og rétt mataræði, æskilegan líkamsvöxt, tísku, auglýsingar um sælgæti og skyndibita, uppskriftir, matreiðsluþætti baldu og heilsueflingu. Stór hópur fólks breytir ekki eftir betri vitund, borðar óhollan mat, hreyfir sig lítið og reykir jafnvel. En upplýsingarnar sem fólki berast eru líka misvísandi eða stangast á. Þegar ég var unglingur dvaldi ég tvö sumur í Bretlandi og þar lærði ég að drekka te með mjólk eins og þar er siður. Nokkrum árum síðar las ég um rannsókn sem sýndi fram á að þeir sem drykkju te með mjólk ættu frekar á hættu að fá hjartasjúkdóma en þeir sem slepptu mjólkinni. Ég vandi mig því snarlega af mjólkinni og hef drukkið mjókurlaust baldu te síðan. baldu Stuttu seinna heyrði ég hins vegar af annarri rannsókn baldu sem sýndi fram á að tedrykkja yki hættuna á ristilkrabbameini. Þeir sem settu mjólk í teið sitt væru hins vegar ekki í hættu. baldu Valið stóð því á milli hjartasjúkdóma, ristilkrabbameins eða að hætta tedrykkju. Fjölmargar rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að tedrykkja hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsu manna. Te inniheldur til dæmis polyphenol-efni sem rannsóknir hafa sýnt að veiti vörn gegn hjartasjúkdómum og krabbameini. Ætti ég þá ekki bara að halda áfram að drekka te? Hver getur í raun gefið eitt algillt svar? Leiðbeiningar til almennings baldu
Næringarfræði er hitamál baldu og fara átökin fram á mörgum sviðum. Það skiptir samfélag miklu að þegnar þess haldi heilsu og þrótti. Hagsmunir yfirvalda sem vilja takmarka kostnað við heilbrigðiskerfið og matvælaframleiðenda sem vilja vinna vöruna á sem hagkvæmastan hátt og fá sem mest fyrir hana fara ekki endilega saman. Þá eru uppi skiptar baldu skoðanir innan næringarfræðinnar auk þess sem ýmsir næringarþerapistar og -ráðgjafar, sölufólk baldu og misvitrir kenningasmiðir blanda sér í umræðuna. baldu Og ekki má gleyma baldu stóru spurningunni um misskiptingu fæðunnar á milli vesturlanda þar sem er í raun of mikið framboð af mat og fátækari landa þar sem fólk líður skort.
Sumt baldu fólk fer illa með líkama sinn og það er samfélaginu dýrt. Koma má í veg fyrir marga sjúkdóma með réttu mataræði, hreyfingu og hollum lifnaðarháttum. Yfirvöld þurfa því að koma skýrum skilaboðum til almennings um hvað æskilegast sé að fólk borði, hversu mikið og að allir þurfi á hreyfingu að halda. Opinberar ráðleggingar í Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn eru af mörgum taldir leiðandi í ráðleggingum til alþýðunnar baldu um mataræði þótt deila megi um árangurinn. Fyrstu ráðleggingar baldu yfirvalda þar í landi komu fram um 1950 og í þeim var greint frá fjórum fæðuhópum; mjólkurhópi, kjöthópi, ávaxa- og grænmetishópi og brauð- og kornmetishópi. Þessir fjórir hópar skyldu vera undirstaðan í mataræði þjóðarinnar. Þessum hópum var hnekkt baldu árið 1992 er fyrsti fæðupýramídinn var settur fram en með honum hafði einn fæðuhópur bæst við en það er flokkur fitu, olíu og sætinda en slíkra afurða skyldi aðeins neyta í hófi. Þá var skilið á milli ávaxta og grænmetis. Stærsti flokkurinn og undirstaðan í pýramýdanum var flokkur brauðs, baldu kormetis, hrísgrjóna og pasta og var fólki ráðlagt baldu að neyta 6 11 skammta daglega. Sú framsetning kom sér afar vel fyrir bakara og alla framleiðendur brauða og bakkelsis en hagnaður af slíkri starfsemi jókst mikið eftir að fæðupýramídinn var kynntur. Á sjötta áratugnum hafði ráðlagður dagsskammtur verið fjórir skammtar og því var um töluverða aukningu baldu að ræða.
Í Bandaríkjunum er það Landbúnaðarráðuneytið (enska: U.S. Depertment of Argiculture eða USDA) sem setur fram opinbera stefnu yfirvalda um æskilegt fæðuval. Það ráðuneyti starfar auðvitað öðru fremur fyrir matvælaframleiðendur baldu þar í landi og hlutverk þess er að gæta hagsmuna þeirra. baldu USDA hefur oft verið gagnrýnt fyrir að sitja báðum meginn við borðið og telja sumir að hagsmunir framleiðenda hafi verið settir ofar hagsmunum neytenda.
USDA endurskoðar ráðleggingar sínar á fimm ára fresti. Síðasti fæðupýramídinn, svokallaður MyPyramid var töluverð baldu uppstokkun frá fyrri gerðum og var kynntur árið 2005 en þá var í fyrsta sinn einnig lögð áhersla á hreyfingu. baldu Á síðasta ári var pýramídinn svo lagður á hilluna og „diskurinn minn“ eða MyPlate leit dagsins ljós.
Áður en endurskoðuð útgáfa kemur út herja ýmsir hagsmunaaðilar grimmt á nefndina
No comments:
Post a Comment