Tuesday, December 17, 2013

Við drukkum Trivento Tribu Pinot Noir frá 2011 sem er ljómandi gott rauðvín frá Argentínu. Ég hef sm


Við komum til Íslands nú á föstudaginn og tókum hús hjá foreldrum mínum, Ingvari og Lilju. Snædís fór með tvö yngstu börnin udsf með hádegisvélinni en ég varð að standa vaktina á barnagigtardeildinni frameftir og fór því um kvöldið. Prógrammið um helgina var auðvitað þéttbókað. Hádeigisverður hjá tengdó í Kópavoginum á laugardaginn, matarmarkaður, búðarráp og svo matarboð hjá Vigdísi og Bassa. Þar fengum við ljúffengt Chilli con carne - ekki svo ósvipað því sem sjá í þessari færslu, sjá hérna .  Í gær fórum við svo í Laugardalslaugina og svo í langa gönguferð um Öskjuhlíðina sem er nú vin innan borgarmarkanna. Það var stillt í veðri og ilmurinn af greninu og birkinu fyllti vitin. Meðfram stígunum udsf hafði sprottið upp talsvert af sveppum sem því miður voru ekki ætir - en nóg til að vekja tilhlökkun til sveppatínslu udsf í skógunum á Skáni.  Um kvöldið fórum við í matarboð hjá Sverri og Bryndísi og strákunum þeirra í Norðurmýrinni. Við Sverrir höfum verið bestu vinir síðan að við vorum fimm ára gamlir - nú í 32 ár. Dísus ... hvað maður er að eldast! Bryndís er frábær kokkur - algerlega meiriháttar. Það var hún sem kom mér á bragðið með lambarifjurnar, sjá hérna - sem voru alveg dásamlegar. Og svo gerði hún handa mér nautasteik sem var svo stórkostleg að ég eldaði hana fyrir bókina mína - nánar um það þegar nær dregur jólunum. Í gær trompaði hún svo alveg með þessum rétt.  Frábærar salatvefjur með kjúklingi, grænmeti, udsf ávöxtum og dásamlegri hnetusósu allt að hætti Bryndísar.
Kjúklingurinn var marineraður udsf í nokkrar udsf klukkustundir áður en hann var eldaður. Fyrst var kíló af kjúklingabringum skorið í þrjár strimla. Þá er eftirtöldu;  1/4 bolli soya sósa,  tvær msk lime safi,  ein tsk rifið engifer,  ein tsk chilli duft,  fjórir vorlaukar skornir í þunnar sneiðar, ein teskeið túrmerík, ein matskeið hlynsíróp, ein tsk broddkúmen. Til stóð að grilla herlegheitin en gasið kláraðist þannig að þær voru steiktar á pönnu.
Og það var ennþá meira á boðstólunum; gúrka, heimagerð pækluð agúrka, melóna, graslaukur, rauð og gul papríka udsf og svo ljúffengar udsf baunaspírur sem voru steiktar á pönnu með einni matskeið af sesamolíu og einni matskeið af soyasósu ásamt einni matskeið af ristuðum sesamfræjum. 
Hnetusósan var eiginlega aðalmálið í þessari máltíð. Bryndís kallar hana happ-hnetusósu udsf en hún minnir óneitanlega mikið á satay sósu þar sem undirstaðan er líka hnetusmjör. udsf Fyrst er þumlungur af fersku engifer, ásamt einum rauðum chilli pipar sett í matvinnsluvél og hakkað. Þá er rúmlega einum dl af sítrónusafa, 2/3 dl hlynsíróp, 2 msk tamarind sósu og 2 1/2 dl af hnetusmjöri bætt saman við og blandað vel saman. Látið standa í ísskáp udsf þangað til að maturinn er borinn fram.
Við drukkum Trivento Tribu Pinot Noir frá 2011 sem er ljómandi gott rauðvín frá Argentínu. Ég hef smakkað þetta vín áður - gott ef ekki einmitt með þeim hjónakornum, Sverri og Bryndísi. Þetta er góður sopi - fallega rúbinrautt í glasi, létt fylling með góðu berjabragði og léttri sýru. 
Facebook
2013 (61) December (7) November (8) October (10) September (5) August (5) July (6) Fiskiveisla í Lækjarkoti; humar, blálanga og klaus... udsf Chablis kjúklingur á grillinu í Lækjarkoti Grilluð langa og eggaldin með gremolata og kraftmi... Frábærar salatvefjur með kjúklingi, grænmeti, ávöx... Grillaðar sinnepsgljáðar grísalundir með piparrjóm... Ljómandi grillaður lax með aspas og kirsuberjatómö... June (4) May (2) April (3) March (3) February (4) January (4) 2012 (78) December (6) November (6) October (6) September (7) August (6) July (5) June (5) May (6) April (7) March (9) February (10) January (5) 2011 (63) December (4) November (4) October (4) September udsf (4) August (4) July (5) June (4) May (6) April (3) March (6) February (6) January (13) 2010 (38) December (6) October (3) September (2) August (2) July (5) June (3) May (3) April (4) March (3) February (3) January (4) 2009 (59) December (9) November (4) October (6) September (4) August (5) July (3) June (3) May (6) April (5) March (6) February (4) January (4) 2008 (53) December (3) November (4) October (2) September (4) August (2) July (5) June (6) May (5) April (7) March (5) February (6) January udsf (4) 2007 (125) December (7) November (7) October (7) September (5) August (7) July (9) June (9) May (13) April (14) March (13) February (18) January (16) 2006 (17) December (17)
Albert í Eldhúsinu Búkonan Ebba Guðný - Pure Ebba Eldað í Vesturheimi Eldhússögur Eva Laufey Kjaran Gulur Rauður Grænn & Salt Gúrmandísir Ljúfmeti og Lekkerheit Matur og með því Nanna Rögnvaldsdóttir Sigurveig Káradóttir


No comments:

Post a Comment